Tilnefningar til íþróttamanns Hafnarfjarðar vegna íþrótta og viðurkenningarhátíðar fyrir árið 2021
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún er með fullan þátttökurétt á árinu.
Guðrúnu Brá hefur tekið þátt í sextán mótum á árinu og vann sér inn þátttöku á lokamóti á Evrópumótaröðinni á Spáni í lok nóvember.
Hennar besti árangur var 12. sæti á Aramaco mótinu í Englandi í júlí og 8. sæti á ATS í Saudi Arabíu núna í nóvember.
Guðrún er í 77. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar eins og staðan er í dag fyrir lokamótið og er í sæti 649 (949 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.
Verkefni Guðrúnar Brár á Íslandi voru fá í sumar. Hún tók þátt í tveimur mótum og sigraði í þeim báðum. Hún sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni og einnig á móti B59 á mótaröð þeirra bestu.
Daníel Ísak Steinarsson er einn af bestu ungu kylfingunum á Íslandi í dag. Hann leikur golf með Arlington skólanum sínum í Texas USA.
Hann varð Íslandsmeistari karla 21 ára og yngri í annað sinn í sumar (vann einnig 2019) Daníel er einnig klúbbmeistari Keilis árið 2021. Á haustmánuðum var Daníel Ísak valinn í landslið Íslands í golfi.
Guðrún Brá og Daníel Ísak eru góðar fyrirmyndir innan vallar sem utan og tilnefnir Golfklúbburinn Keilir þau með stolti til að verða íþróttakona og -íþróttakarl Hafnarfjarðar fyrir árið 2021.