Skýrsla Kvennanefndar

Við ætluðum að byrja að pútta í janúar en það var ekki púttað þetta árið hjá Keiliskonum. Vorfagnaður átti að vera í mars en við urðum að hætta við. 28. maí átti að vera vorferð á Akranes en hætt var við vegna veðurs, gul aðvörun.

Sumarmótaröðin byrjaði í maí, það voru spilaðir 8 hringir og nándarmæling var á öllum par þrjú brautum. Konur á Sveinskotsvelli voru duglegar að mæta og stóðu sig vel. 10 og 11. júní var vinkvennamót Keils og Odds, það var tveggja daga mót sem lukkaðist vel, Oddskonur tóku bikarinn og vantaði okkur aðeins þrjá punkta til að landa sigri.

7. ágúst héldum við glæsilegt Opið Kvennamót Keilis og 114 konur mættu til leiks, veðrið var gott hjá okkur og það var flott skor hjá konum. Verðlaunaafhending og matur voru í skála um kvöldið. Þökkum fyrirtækjum í Hafnarfirði fyrir flotta vinninga.

28. ágúst var haustferð í Borganes, gist var á Hótel Hamri. Ryder keppni var á milli Evrópu og USA sem endaði með sigri Evrópu. Það var keppt um Keilistíkina 2021 og Kristín Geirsdóttir hlaut titilinn. Veðrið var mjög skrautlegt eins og oft er á Íslandi…en Keilsikonur létu það ekki stoppa sig. Eftir golfið var farið í heitu pottana. Flottur matur og verðlaunaafhending var um kvöldið og auðvitað var fjör fram á nótt. 75 konur mættu í hausferðina.

Lokahóf var 18. september hjá Keili og veitt voru verðlaun fyrir Sumarmótaröðina 2021.

Kvennanefnd fundaði oft í Keili eða heima hjá okkur.

Þökkum Keili fyrir þeirra stuðning árið 2021

Þakka kvennanefndinni fyrir vel unnin störf árið 2021, en í nefndini 2021 eru:
Matthildur Helgadóttir formaður.
Sveinbjörg Bergsdóttir Gjaldkeri.
Elín Harðardóttir
Eva Harpa Loftsdóttir
Nína Eðvarsdóttir
Sigrún Einarsdóttir

2021 hætta Matthildur, Sveinbjörg og Eva Harpa og inn koma Kristín Geirsdóttir,
Sigurlaug Jóhannsdóttir og Rósa Lyng Svavarsdóttir