Ávarp formanns

Eftir algjöra sprengju í golfiðkun árið 2020 áttum við von á rólegra tímabili með minni ágangi á völlinn á nýju sumri. Þess í stað hélt golfæðið áfram, kylfingar héldu áfram að streyma í klúbbinn og biðlisti byrjaði að myndast í fyrsta skipti í mörg ár. Við höfum verið föst á því að halda fjölda fullgreiðandi kylfinga á Hvaleyrarvelli undir 1.200 á hverjum tíma og því útséð að biðlistar munu vera viðloðandi við golfklúbbinn áfram.

Vegna þessara takmarkana er Keilir nú fimmti stærsti klúbbur landsins í stað þess að vera þriðji stærsti áður.

Lesa meira

Tölfræði félagsmanna

Viðhald með hefðbundnu sniði

Golfsumarið 2021 byrjaði með sama hætti og síðustu ár þar sem haldinn var hreinsunardagur og völlurinn svo opnaður fyrir leik í kjölfarið. Þetta árið var hreinsunardagurinn haldinn þann 10. maí. Vegna aðstæðna í samfélaginu var þeim meðlimum sem ekki komust eða treystu sér, boðið að mæta dagana á undan og vinna afmörkuð verk. Góð mæting var bæði á formlega daginn og dagana á undan. Þann 12. maí var opnað fyrir leik á Hvaleyrarvöll við góð skilyrði.

Lesa meira

Unnið í fjórum nýjum brautum

Nú þegar við erum farnir að sjá fyrir endann á endurskipulagningu Hvaleyrarvallar er ekki laust við að smá spenningur sé kominn í starfsmenn fyrir því að sjá Hvaleyrina í sinni endanlegu mynd. Við horfum jákvæðir á lokahnykkinn og hlökkum til að klára þetta stóra verkefni með öllum sem að því koma.

Lesa meira

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hjá Golfklúbbnum Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem að allir geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi. Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Það er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem snýr að íþróttastarfi. Verkefnið gildir í 4 ár og er núna verið að vinna að því að endurnýja viðurkenninguna. Viðurkenningin er fyrir alla starfsemi klúbbsins, fyrir unga sem aldna en ekki bara barna- og unglingastarfið.  

Lesa meira

Árangur í sumar

Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2021. 

Kylfingar frá Keili unnu fimm íslandsmeistaratitla og tvo stigameistaratitla í sumar.

Lesa meira

Rekstur Keilis gekk vel

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2021. Golfiðkun félagsmanna virtist hafa jafnað sig aðeins samanborið við síðasta ár en sumarið 2020 var stærsta íslenska golfsumar frá upphafi. Fólk ferðaðist í meiri mæli á árinu og sést það í fækkun spilaðra hringja.

Tekjur á árinu 2021 voru 293,2 mkr. samanborið við 264,7 mkr. árinu áður. Gjöld voru 268,7 mkr. samanborið við 235,9 mkr. á árinu 2020. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 24,5 mkr. á árinu 2021 samanborið við 28,8 mkr. árinu áður.

Lesa meira