Skemmtanir

Jónsmessan var haldin 19. Júní. Það hefur verið einkennismerki Keilis í gegnum tíðina að halda uppá veglega Jónsmessu ár hvert og mætingin alltaf verið góð hjá félagsmönnum. Í ár vorum við að fagna Jónmessu með golfi í 54. sinn. 84 kylfingar voru skráðir til leiks í þetta skiptið og var stemningin mjög góð.  

Bændaglímuna var haldin á haustdögum og mættu 67 kylfingar til leiks í glímuna í þetta skiptið.  

Þorrablótið á sér fastan sess í skemmtanalífi okkar Keilismanna, alltaf hefur tekist að fylla á þetta kvöld. Því miður var ekki hægt að halda það vegna samkomubanns. Enn vonandi náum við að halda Þorrablótið á nýju ári. 

Afreksmannahóf  Keilis fékk líka að kenna á samkoumbanni í þetta skiptið enn vonir standa til að hægt verði að halda það fljótlega á nýju ári.