Árangur í sumar
Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2021.
Kylfingar frá Keili unnu fimm íslandsmeistaratitla og tvo stigameistaratitla í sumar.
- Keiliskarlar fimmtíu ára og eldri eru Íslandsmeistarar golfklúbba árið 2021.
Keilir sigraði lið Golfklúbbs Reykjavíkur í æsispennandi úrslitaleik með þremur sigrum á móti tveimur. Leikið var á Hamarsvelli í Borgarnesi.
Liðið var þannig skipað:
Björgvin Sigurbergsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson, Björn Knútsson, Hálfdán Þórðarson, Halldór Ingólfsson, Gunnar Þór Halldórsson, Magnús Pálsson, Jón Erling Ragnarsson og Hörður Hinrik Arnarsson sem var liðstjóri
- Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Íslandsmeistari í holukeppni
- Þórdís Geirsdóttir
Íslandsmeistari hjá konum 50 + án forgjafar árið 2021. Þórdís vann sinn 7. Íslandsmeistaratitil í röð í sínum flokki og geri aðrir betur.
- Markús Marelsson
Íslandsmeistari unglinga og vann sinn annan titil í röð í flokki 14 ára og yngri.
- 2. sæti Hjalti Jóhannsson GK
- Daníel Ísak Steinarsson
Íslandsmeistari í höggleik 21 ára og yngri.
- Þórdís Geirsdóttir
Stigameistari kvenna 50 + án forgjafar árið 2021
- Markús Marelsson
Stigameistari pilta í flokki 14 ára og yngri 2021
- 2. sæti Hjalti Jóhannsson GK
Á Íslandsmóti liða 15 ára og yngri var strákasveitin í 2. sæti.
Sveitina skipuðu þeir: Markús Marelsson, Hjalti Jóhannsson, Ragnar Kári Kristjánsson, Halldór Jóhannsson, Oliver Elí Björnsson, Máni Freyr Vigfússon
Í sumar var Íslandsmót liða 12 ára og yngri og sendi Keilir fimm sveitir til leiks sem voru sér og sínum til mikils sóma. Keilir sendi flestar sveitir til keppni og átti lið í öllum deildum.
Leikið var á þremur völlum og var byrjað að leika á Hvaleyrarvelli og Sveinskotsvelli, annar hringur var leikin í Bakkakoti hjá Gmos og þriðji og síðasti dagurinn var leikinn á Mýrinni hjá GKG. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi.
Keiliskrakkarnir náðu frábærum árangri og má með sanni nefna það að framtíðin er björt og starfið í blóma.
Alls var leikið í fimm deildum, samtals 22 lið og 110 keppendur.
Hvíta deildin: Keilir 2. sæti. Liðið var þannig skipað: Máni Freyr Vigfússon, Halldór Jóhannsson, Erik Valur Kjartansson Oliver Elí Björnsson, Hrafn Valgeirsson og Elmar Freyr Hallgrímsson
Gula deildin: Keilir 3. sæti Liðið var skipað þeim: Tinna Alexía Harðardóttir, Íris Birgisdóttir, Elva María Jónsdóttir, Ester Ýr Ásgeirsdóttir, Guðrún Lilja Thorarensen, Fjóla Huld Daðadóttir
Bláa deildin: Keilir 2. sæti: Bjarki Hrafn Guðmundsson, Lúðvík Kemp, Hákon Kemp, Arnar Freyr Jóhannsson.
Rauða deildin: Keilir 1. sæti: Jakob Daði Gunnlaugsson, Ágúst Arnarsson, Ýmir Eðvarðsson, Jón Ómar Sveinsson.
Græna deildin: Keilir 2. sæti: Victor Nóel K. Heiðarson, Aron Snær Kjartansson, Vilhjálmur Ernir Torfason, Styrmir Hafnfjörð Tryggvason
Keilir óskar ykkur öllum innilega til hamingju með frábæran árangur í sumar.