Afrekskylfingar Keilis
Kylfingar Keilis erlendis í háskólum
Í ár eru tveir kylfingar sem eru í háskólanámi í USA. Það eru: Birgir Björn Magnússon í Southern Illinois og Daníel Ísak Steinarsson í Arlington state í Texas
Atvinnumenn Keilis
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu 2021. Guðrún er í 77. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar eins og staðan er í dag fyrir lokamótið og er í sæti 649 (949 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.
Axel Bóasson einn af betri kylfingum á Íslandi í dag. Hann leikur sem atvinnumaður í golfi og var á sínu sjötta ári sem atvinnumaður. Það voru ekki mörg verkefnin hjá Axel á þessu keppnisári erlendis en hann gat tekið þátt í mörgum afreksmótum hér heima.
Rúnar Arnórsson er atvinnukylfingur Keilis í golfi frá því sl.haust. Hann ásamt Axel var með fulla aðild að NORDIC GOLF LEAGUE mótaröðinni sem hófst í febrúar á árinu.
Landslið Íslands
Átta kylfingar frá Keili voru valdir til að taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum GSÍ fyrir árið 2021:
Gísli Sveinbergsson, Birgir Björn Magnússon, Daníel Ísak Steinarsson, Hjalti Jóhannsson, Markús Marelsson.
Í landslið eldri kylfinga voru valin: Þórdís Geirsdóttir og Kristín Sigurbergsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir