Félagslíf

Már Sveinbjörnsson tók við sem formaður starfs  eldri kylfinga en með honum störfuðu þau Björk Ingvarsdóttur, Erna Jónsdóttir, Lucinda Grímsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson og Gunnar Hjaltalín. 

Alls voru haldin 7 mót og þar af eitt í Grindavík en alls tóku 74 kylfingar þátt.  Sumrinu var svo slúttað með veglegu lokahófi þann 15. september.  

Matthildur Helgadóttir var formaður kvennanefndar en með henni störfuðu þær Sveinborg Bergsdóttir, Elín Soffía Harðardóttir, Sigrún Einarsdóttir, Nína Edvardsdóttir og Eva Harpa Loftsdóttir. 

Starfið var í miklum blóma í sumar, mótaröðin á sínum stað auk þess sem hið árlega kvennamót Keiliskvenna var haldið í ágúst en var það mót glæsilegt að vanda og er styrkt af hafnfirskum fyrirtækjum.  Keiliskonur fjölmenntu í Borgarnes í hina árlegu haustferð og var gleðin við völd eins og alltaf í þessum ferðum.   Matthildur lét svo af störfum sem formaður kvennanefndar í haust en kvennastarfið hefur vaxið og dafnað undir hennar handleiðslu.  Við þökkum henni fyrir frábært starf á liðnum árum.