Það er hefð fyrir því að veita Háttvísibikar GSÍ, ásamt fleiri viðurkenningum á aðalfundi Keilis ár hvert. Þennan háttvísisbikarinn hlýtur sá iðkanndi í unglingastarfi okkar sem hefur vakið eftirtekt fyrir framkomu og æfingar á árinu. Fyrir árið 2014 hlýtur Steingrímur Daði Kristjánsson bikarinn. Steingrímur Daði er einn okkar allra efnilegasti kylfingur og vekur jafnframt eftirtekt fyrir góða og prúða framkomu jafnt á golfvellinum einsog fyrir utan hann. Hann er því vel að þessari nafnbót kominn.
Framfarabikar drengja, Sá sem viðukenninguna hlýtur sannaði í sumar að hann er einn efnilegasti kylfingur landsins. Hann lækkaði forgjöf sína úr 1,3 í -0,8. Hann átti frábært ár og var í unglinga landsliði sem náði góðum árangri erlendis í sumar. Framfarabikarinn í ár hlaut Henning Darri Þórðarson
Bjartasta vonin, spilaði gott golf í allt sumar og hefur lagt sig mikið fram við æfingar. Viðkomandi er til fyrirmyndar í einu og öllu, innan sem utan vallar. Bjartasta vonin á árinu 2014 er Sigurlaug Rún Jónsdóttir.
Framfarabikar stúlkna, Sú sem viðurkenninguna hlýtur hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins í mörg ár. Hún spilar ávallt stöðugt og gott golf og er ávallt að berjast um sigur í mótum á meðal okkar sterkustu kvennkylfinga. Framfarabikarinn á árinu 2014 hlýtur Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Björgvin faðir Guðrúnar tók á móti bikarnum úr hendi formanns vegna fjarveru hennar.
Þrautseigjuverðlaun, Sá sem þrautseigjuverðlaunin hlýtur æfði mjög mikið og skipulega árið 2014. Viðkomandi sýndi miklar framfarir í sumar og lækkaði meðal annars forgjöf sína úr 8,2 niður í 5,0. Þrautseigjuverðlaunin hlýtur Hildur Rún Guðjónsdóttir