Þátttakendamet var slegið í bændaglímu Keilis í ár. Enn alls tóku 96 kylfingar þátt í glímunni í ár. Fullt var útúr dyrum í stækkuðum golfskála okkar og mikil stemmning. Bændurnir voru að þessu sinni Jón Boði Björnsson (rauða liðið), aldursforseti glímunnar og einn af stofnendum Keilis. Keilisfélagar eiga Jón Boða og hans félögum mikið að þakka, enn þeir voru í forystusveit Keilisfélaga sem tryggðu okkur Hvaleyrina undir golfvöll á sínum tíma og við hin fáum að njóta dagsdaglega. Hinn bóndinn var Guðríður Hjördís Baldursdóttir (bláa liðið) og má segja að hún sé fulltrúi mjög stækkandi hóps innan klúbbsins, fjölgað hefur mikið í kvennastarfi og á meðal kvenna í Keili síðustu árin. Voru þetta því flottir fulltrúar Keilis á þessum miklu tímamótum. Bændaglíman var í 50. sinn haldin hátíðleg á Hvaleyrarvelli og er því virkilega skemmtilegt að sjá svo marga félagsmenn mæta og njóta með okkur. Einungis tvö högg skildu liðin af í lokin og geta því kylfingar í rauða liðinu nagað sér um handabökin og eflaust fundið þessi tvö mjög svo mikilvægu högg fljótt. Hér má nálgast úrslitin.