Þjálfunarleiðin 15-16 í golfi hefst þriðjudaginn 10. nóv. 2015

Til að verða betri kylfingur er mikilvægt að æfa reglulega og það er skemmtilegra að gera það í góðra vina hópi.

Þjálfunarleiðin er 15 tímar sem deilist fram á vorið.

Þú kemur því vel undirbúin til leiks næsta sumar og eykur líkurnar að hafa meira gaman í golfi og leikurinn verði betri.

Æfingar verða á þriðjudögum í vetur í Hraunkoti æfingaaðstöðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði.

Æfingar eru í klst. í senn. Hægt er að velja á milli þess að vera kl. 19:00 eða kl. 20:00 á eftirtöldum þriðjudögum í vetur:

 

–       10., 17., 24. nóvember
–       1., 8., og 15. desember
–       12.,19., 26. janúar
–       2., 9., 16., og 23. febrúar og
–       1. og 8. mars

Það sem er nýtt í golfþjálfunarleiðinni 2015-16 er:

 

–       Fimmtán golfæfingar klst. í senn sem verða til skiptis inni og úti í Hraunkoti í Hafnarfirði
–       Púttjólamót milli hópa og einstaklinga í síðasta tíma fyrir jól með glæsilegum vinningum
–       Leikur á golfvelli í vor
–       Kylfingur fær æfingaáætlun í byrjun hvers mánaðar frá þjálfaratil þess að æfa eftir einu sinni til tvisvar á viku á milli æfinga í fimm mánuði

–       Verð er 35.000 kr.-   Athugið að boltar eru ekki innifaldir í verði.

 

Kennarar eru þeir Karl Ómar og Björn Kristinn golfþjálfarar hjá Keili og skiptast hóparnir á að vera inni og úti í vetur.

Skráning er á netfangið bkbgolf@gmail.com
Nánari upplýsingar veitir Kalli á netfangið karl.omar.karlsson@gmail.com

Kveðja,Kalli og Bjössi