Okkar afrekskylfingar voru að spila mikið þessa helgina voru fjögur mót í gangi yfir helgina. Byrjum á Áskorendamótaröðinni, voru okkar yngri kylfingar að spreyta sig á GOS vellinum. Voru þó nokkuð margir sem enduðu í efri sætunum. Atli Már Grétarsson spilaði flott golf og endaði í 2.sæti á 74 höggum. Thelma Björt Jónssdóttir spilað á 106 og var í efsta sæti í sínum flokki. Í yngstu flokknum stráka og stúlkna voru nokkrir kylfingar sem enduðu í 6-8.sæti og þau voru Ólafur Arnar Jónsson, Svanberg Addi Stefánsson, Inga Lilja Hilmarsdóttir og Jóna Karen Þorbjörnsdóttir
Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni var haldið á Hellu(GHR) og komust margir í gegnum niðurskurðinn sem voru 18 holur á föstudeginum. Í 15-16 ára strákaflokki komust áfram Daníel Ísak Steinarsson og Aron Atli Bergmann Valtýsson en í fyrstu umferð í holukeppninni gekk ekki eins vel hjá þeim félögum. Í 17-18 ára piltaflokki voru fjórir piltar sem komust áfram Bjarki Geir Logason, Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson og Andri Páll Ásgeirsson. Eftir að vera efstur í höggleiknum þá komst Vikar í átta manna úrslit. En Bjarki Geir, Henning Darri og Andri Páll komust ekki áfram í gegnum fyrstu umferðina. Í 17-18 stúlknaflokki komust þrjá stelpur áfram í gegnum höggleikinn þær Thelma Sveinsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Thelma komst ekki í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni en þær Hafdís Alda og Sigurlaug Rún komust í fjögurra manna úrslit. Sigurlaug Rún endaði í 4. sæti og Hafdís Alda komst í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn en gekk ekki í þetta skiptið hjá henni.
Gísli Sveinbergsson var í St.Andrews links trophy mótinu í Skotlandi. Gísli spilaði aðeins einn hring í mótinu, seinni hringurinn var felldur niður fyrir niðurskurðinn. Gekk ekki nóg vel hjá okkar manni endaði á 76(+4) og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. Gísli er kominn heim til að undirbúa sig fyrir næsta verkefni sem er British Amateur Championship og óskum við honum góðs gengis.
Smáþjóðaleikunum lauk þessa helgina og var Guðrún Brá Björgvinsdóttir í aðalhlutverki fyrir kvennalandsliðið. Guðrún Brá spilaði á 69-71-70-77 (-1) og var þetta frábært spilamennska hjá henni í gegnum allt mótið og sigraði með yfirburðum. Guðrún var auðvitað lykil leikmaðurinn í liðakeppninni fyrir Íslands hönd. Sem lið enduðu þær á 8 yfir pari, var næsta lið á 41 yfir pari og var þetta aldrei í hættu fyrir þær í liðakeppninni.
Óskum við Guðrúnu Brá til hamingju með sigurinn á Smáþjóðaleikunum og öllum sem voru í verðlaunasætum yfir þessa helgi.