Í tilefni 50 ára afmælis Keilis nú á dögunum voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir mikið og gott starf í þágu klúbbsins. Veitt voru Silfur- og Gullmerki Keilis, upptalningin byrjar á Silfurmerkishöfum Keilis.
Magnús Hjörleifsson
Gunnar Þór Halldórsson
Ásgeir Jón Guðbjartsson
Daníel Rúnarsson
Þeir fjórir fengu silfurmerki fyrir ómetanlegt starf við útgáfumál fyrir Keili s.s ljósmyndun, umbrot, auglýsingagerð og heimasíðugerð.
Brynja Þórhallsdóttir
Birgir Vestmar Björnsson
Bjarni Þór Hannesson
Kristinn Kristinsson
Þau hafa öll unnið hjá eða með Keili á undanförnum árum og verið órjúfanlegur hluti af starfi okkar og hlutu Silfurmerki Keilis einnig.
Már Sveinbjörnsson
Hörður Geirsson
Guðlaugur Georgsson
Steindór Eiðsson.
Þeir hafa unnið ómetanlegt starf við mótun golfvallarins, Verndun Hvaleyrarinnar og síðast en ekki síst frábært framlag til dómaramála innan Golfhreyfingarinnar. Silfurmerki Keilis
Hörður Hinrik Arnarson og Magnús Birgisson hlutu jafnframt silfurmerki Keilis. Þeir hafa tekið mikinn þátt í uppbyggingu íþróttastarfs Keilis og hafa ætíð verið haukar í horni. Þeir voru báðir erlendis en verður afhent merkið við fyrsta tækifæri.
Gullmerki Keilis
Axel Bóasson, Íslandsmeistari í Höggleik karla
Signý Arnórsdóttir, Íslandsmeistari í Höggleik kvenna
Arnar Már Ólafsson, brautryðjandi og frumkvöðull í menntunarmálum golfkennara
Guðbrandur Sigurbergsson, hefur séð um Bridgekvöld Keilis síðastliðinn 25 ár ásamt því að vera þeim óborganlegu eiginleikum búin að vera ætíð til kallaður þegar þurfa þykir.
Hörður Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri GSÍ. Lyfti grettistaki með starfi sínu þar og jók með því til muna veg og vanda golfíþróttarinnar.