Íslandsmótið í höggleik hófst í morgun á Jaðarsvelli á Akureyri. 106 karlar og 31 kona er skráð til leiks þetta árið. Allir okkar fremstu kylfinga eru að sjálfsögðu með á Akureyri og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á Sunnudag. 16 ár eru síðan Íslandsmótið var haldið síðast á Akureyri og var það enginn annar en Björgvin Sigurbergsson sem sigraði í karlaflokki það árið. Björgvin fékk þann heiður í morgun að slá opnunarhöggið í Íslandsmótinu 2016 og gerði það að sjálfsögðum með stæl, en þess ber að geta að Björgvin er ekki keppandi á mótinu í ár. Björgvin mun vera okkkar keppendum til halds og traust hér á Akureyri næstu 4. daga. Jaðarsvöllur er mjög skemmtilegur keppnisvöllur og hefur farið í gríðarlegar breytingar undanfarin 10-12 ár. Allar flatir vallarins hafa verið endurbyggðar og nýjar brautir hafa verið gerðar. Jaðarsvöllur er yfir 6000 metrar af hvítum teigum og mun klárlega reyna á keppendur næstu daga. Lykilatriði hér er að vera í góðum málum eftir teighögginn. Golfklúbburinn Keilir er með öflugan hóp hér á Akureyri sem mun reyna við stóra bola eins og völlurinn hefur oft verið kallaður. Eftirtaldir Keilismenn og konur eru skráðir til leiks hér á Akureyri og þess ber að geta að RUV mun vera með beina útsendingu frá Akureyri Laugardag og Sunnudag.
Kvennaflokkur
Thelma Sveinsdóttir
Hafdís Alda Jóhannsdóttir
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Anna Sólveig Snorradóttir
Þórdís Geirsdóttir
Signý Arnórsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Karlaflokkur
Sveinbjörn Guðmundsson
Aron Atli Bergmann Valtýsson
Helgi Snær Björgvinsson
Birgir Björn Magnússon
Daníel İ́sak Steinarsson
Andri Páll Ásgeirsson
Vikar Jónasson
Benedikt Sveinsson
Henning Darri Þórðarson
Sigurþór Jónsson
Rúnar Arnórsson
Axel Bóasson
Gísli Sveinbergsson