Pistill frá Bjarna Vallarstjóra
Veturinn í vetur hefur verið mun leiðinlegri en veturinn 2013-14… þ.e. fyrir okkur mannfólkið. Hinsvegar hefur grasið ekki kvartað eins mikið undan rúmlega 40 lægðum. Grasið er algerlega laust við sálfræðiflækjur sem fylgja gjarnan sólrýrum vetrarmánuðum, snjóþyngslum, roki og hláku. Það sem skiptir grasið máli er að það sé ekki lokað undir klaka í lengri tíma. [...]