Lokun golfvalla

2012-10-17T16:54:25+00:0017.10.2012|

Í kjölfar harðnandi næturfrosta höfum við lokað inná sumarflatir og teiga. Við biðjum kylfinga að ganga vel um völlinn og slá af vetrarteigum og inn á vetrarflatir á Hvaleyri og Sveinskotsvelli. Hrauninu hefur verið alfarið lokað.   Ef veður batnar metum við stöðuna og opnum fyrir leik á sumarflatir ef ástand leyfir.   Vallarstarfsmenn

Eru æfingar hjá þér markvissar?

2012-10-12T15:04:28+00:0012.10.2012|

Viltu mæta reglulega á golfæfingar undir handleiðslu kennara? Keilir ætlar að bjóða aftur uppá reglulegar golfæfingar í vetur fyrir Keilisfélaga. Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar yfir veturinn og þar með betri undirbúning fyrir golftímabilið næsta sumar.Tímar verða einu sinni í viku undir handleiðslu Jóhanns Hjaltasonar og Sigurpáls Geirs [...]

Breyttur opnunartími

2012-10-11T09:51:53+00:0011.10.2012|

Nú hefur Brynja lokað veitingasölunni, golfskálinn og golfbúðin verður áfram opinn á skrifstofutíma frá klukkan 8-5 all virka daga vikunnar. Gestir geta stoppað við og fengið sér kaffibolla eftir hringinn. Við minnum félagsmenn að áfram verður að bóka tíma á golfvellina í gegnum golf.is. Á næstu dögum fara vallarstarfsmenn að undirbúa golfvellina fyrir veturinn. Flatir verða [...]

Breytingar á starfsfólki Keilis

2012-10-06T10:48:15+00:0006.10.2012|

Einsog flestum er kunnugt var golfvallarstjóra staða Keilis auglýst á dögunum. Alls sóttu 6 aðilar um starfið og fyrir valinu var Bjarni Þór Hannesson. Bjarni hefur víðtæka reynslu á golfvallarsviðinu. Síðastliðin 3 ár starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur með eftirtektarverðum árangri, einnig starfaði Bjarni sem vallarstjóri hjá Leyni Akranesi árin 2002-2003 á meðan hann stundaði [...]

Go to Top