Mikið er um að vera í golfskálanum okkar í dag. Verið er að taka upp framhaldsþætti sem sýna á um næstu jól á einni af sjónvarpstöðvunum. Þetta er eitt stærsta verkefnið að sinni gerð á Íslandi og er framleiðslukostnaður um 800 milljónir. Baltasar Kormákur leikstýrir ásamt fleiri leikstjórum og er verið að nota Sælakot sem skrifstofu Hótelstjóra í þátttunum.
Þættirnir eru spennuþættir, og kemur arininn sér vel, þar sem hótelstjórinnn brennir bókhaldið í örvæntingu sinni í einu atriðinu. Alls koma 50 manns að upptökunum í dag og líkur þeim á einum degi.
Þættirnir gerast á Siglufirði og þótti Sælakot og golfskálinn henta sérstaklega vel í þeim senum sem snúa að Hótelstjóranum og skrifstofu hans. Það verður gaman að fylgjast með sýningu þátttanna um næstu jól og sjá golfskálann okkar spinnast inní lygavef, morð og hörkuspennu.